top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Pike's Peak'

Nútíma runnarós (Modern Shrub)



'Pike's Peak' er falleg nútíma runnarós með skærbleikum, hálffylltum blómum sem er með hvítri miðju. Hún er þekkt hér á landi undir heitinu Hringbrautarrósin, því mjög glæsilegt eintak af þessari rós óx þar í mörg ár. Hún er mjög blómsæl og stórglæsileg í blóma þar sem hún vex við rétt skilyrði. Hún þarf mikla sól og mjög gott skjól og það er betra að skýla henni, því annars hættir henni við kali. Þessi rós var ræktuð af Gunter í Bretlandi 1940, afkvæmi heiðarósar (Rosa acicularis) og terósablendingsins 'Hollywood'.


Þessi rós óx í gamla garðinum mínu og dafnaði vel og blómstraði mikið. Mig minnir að ég hafi skýlt henni með léttu strigaskýli og hún náði rúmlega metershæð. Hún lifði ekki af flutninginn í nýja garðinn, en ég keypti nýja í fyrra sem ég vona að eigi eftir að dafna vel.


Hafið þið reynslu af þessari rós? Hvernig hefur hún þrifist hjá ykkur?

13 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page