top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa Hybrid Tea 'Troika'

Terósablendingur (Hybrid Tea)



'Troika' er dásamlega fallegur terósablendingur ræktaður af Poulsen í Danmörku 1971. Hún blómstrar stórum, fylltum blómum sem eru frá ferskjugulu og út í bleikt og er liturinn síbreytilegur frá því þau springa út næstum appelsínugul og verða meira ferskjugul og svo bleik þegar þau eldast. Hún er önnur af tveimur terósarblendingum sem hafa lifað úti í beði og blómstrað nokkuð örugglega. Hún þarf þó vetrarskýlingu og besta stað í garðinum til að eiga séns úti. Eins og aðrir terósablendingar nýtur hún sín best í gróðurhúsi.

6 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page