top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa floribunda 'Absolutely Fabulous'

Klasarós (Floribunda)



'Absolutely Fabulous' er klasarós ræktuð af Tom Carruth í Bandaríkjunum 2004. Foreldrarnir eru ónefnd fræplanta (fræplanta af 'Voodoo' x 'Summerwine') og klasarósin 'Top Notch'. Hún blómstrar gulum blómum, sem eru apríkósugul í fyrstu en liturinn fölnar svo og verður fölgulur, jafnvel með bleikum jöðrum í svölu veðri. Því miður eru blómin ekki mjög regnþolin og hefur meirihluti knúppa skemmst í rigningu, sem er grátlegt miðað við þann fjölda knúppa sem hún hefur myndað. Þau blóm sem hafa náð að springa út eru dásamlega falleg, með mjög sérstökum ilmi. Hún þarf vetrarskýlingu og mjög hlýjan og skjólsælan vaxtarstað.

12 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page