top of page

Rósir

Public·1 member

Rosa 'Sekel'

Nútíma runnarós (Modern Shrub)



'Sekel' er norsk nútíma runnarós ræktuð af Arne Lundstad 1984. Hún er afkvæmi víxlunar moskusrósablendingsins 'Lichterloh', sem er rauður og nútímarunnarósarinnar 'Zitronenfalter', sem er sítrónugul. Útkoman er rós sem ber klasa af hálffylltum blómum sem opnast gul með rauðmenguðum jöðrum og roðna með tímanum. Ef næg sól og hiti eru til staðar verða blómin rauðbleik með tímanum. Þau eru fagurlega löguð og hafa sterkan ilm.


Þetta er rós sem ég var mjög hrifin af, en því miður varð hún ekki langlíf. Af þeim myndum að dæma sem ég á af henni, lifði hún tvo vetur í gamla garðinum mínum. Með vetrarskýli. Hún þarf því allra besta staðinn í garðinum þar sem hún fær alla þó sól sem býðst, helst í algjöru skjóli og gott vetrarskýli. Ef slík skilyrði eru ekki til staðar er hún best geymd inni í gróðurhúsi.


Hafið þið reynslu af þessari fegurðardís? Hvernig hefur hún þrifist hjá ykkur?

7 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page