top of page

Rósir

Public·1 member

Rósin 'Duftwolke'


Þessi rós er algjört undur. Hún ilmar svo að það umlykur hana ilmský sem dásamlegt er að ganga í gegnum og því ber hún nafn með rentu. 'Duftwolke' þýðir einmitt ilmský. Þetta er sá terósarblendingur, sem ég hef prófað, sem hefur reynst best hjá mér. Hún þarf vetrarskýlingu og besta stað í garðinum, en hún launar gott atlæti með sýnum yndisfögru, ilmandi blómum. Ég hef prófað ýmsar aðferðir við að skýla viðkvæmum rósum að vetri til. Í gamla garðinum var ég með steinullarplötur sem ég festi í kringum rósirnar. Ég man ekki hversu lengi ég nennti að standa í því, en ég hætti því fyrir rest og minnir óljóst að ég hafi vafið þær í striga eftir það. Í nýja fína rósabeðinu í núverandi garði tjaldaði ég akrýldúk yfir allt beðið og það gafst afskaplega vel, þó að dúkurinn hafi farið í tætlur í vetrarstormum. Ég tjaldaði því aftur yfir beðið núna eftir áramótin. Kosturinn við það er að ég þarf ekki að hvolfa plastpokum yfir rósirnar í maí, því akrýldúkurinn gerir sama gagn, jafnvel þó hann sé götóttur. En það munar mikið um það að gefa rósinni gott start í maí og flýtir blómgun jafnvel um heilan mánuð.

Þetta er eðalrós.

52 Views
Rannveig
Rannveig
09 juin

September 2017

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af rósarækt á Íslandi

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page