top of page

Skrautgrös

Public·1 member

Festuca vivipara 'Compact Blue'


Blávingull




'Compact Blue' er garðaafbrigði af blávingli sem myndar þéttan, kúlulaga brúsk af þráðlaga, grábláu laufi. Hann lifði hjá mér í 2-3 ár, blómstraði einu sinni, en svo kom erfiður vetur sem varð honum um megn. Ég man ekki alveg hvort það var veturinn 2017-2018 eða 2018-2019, en það var fleira sem tapaðist þá en þessi planta. Blávingull kann hvorki við skugga né bleytu, hann vex í sendnum, vel framræstum jarðvegi á berangri þar sem ekkert skyggir á hann. Algengur um allt land. Þetta garðaafbrigði þarf sömu skilyrði til að þrífast vel.

11 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun skrautgrasa

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page