top of page

Skrautgrös

Public·1 member

Imperata cylindrica 'Red Baron'




Önnur skrautgrastegund sem fékk hjartað til að missa úr slag þegar ég sá það fyrst, en því miður þá vill það ekki lifa hér. Það þarf meiri sumarhita. Ég er búin að gera tvær tilraunir og báðar mislukkuðust. Ég reyndi ekki einu sinni að planta því út í garð, fyrri plöntuna hafði ég í reitnum yfir veturinn 2018-2019 þar sem hún drapst. Svo rakst ég á plöntu í Bauhaus í fyrrahaust og ákvað að reyna aftur fyrst ég var komin með gróðurhús. Sú planta var á lífi í vor, en var mjög veikluleg og ég held að hún sé dauð núna. Tegundin vex villt við Miðjarðarhafið og suður til Ástralíu, svo þetta er planta sem þolir töluvert betur hita en kulda, þó hún eigi að þola frost niður í -20°C. Hún gæti mögulega þrifist í gróðurhúsum eða gróðurskálum þar sem næg sól skín. Hún er þurrkþolin, en kann þó betur við jafnan jarðraka og hún þarf alla þá sól sem í boði er.

9 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun skrautgrasa

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page