top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Thujopsis dolabrata

Vaxlífviður



Vaxlífviður er eina tegund ættkvíslarinnar Thujopsis. Hann er upprunninn í Japan þar sem hann getur orðið hátt tré, yfir 12 m á hæð. Hér á landi er hann runnkenndur og verður varla mikið meira en meter á hæð, en það á eftir að koma í ljós hvað hann getur orðið hár því hann vex mjög hægt. Hann þrífst ágætlega í góður skjóli. Ég hef átt mína plöntu í rúman áratug og hefur hún vaxið jafnt og þétt og lítið sem ekkert kalið. Mér finnst hann verða fallegri ef hann er ekki í of mikilli sól, þó hann eigi að kunna vel við sig þar. Minn er í skugga mest allan daginn þar sem hann vex núna og hefur aldrei verið fallegri. Hann þolir ekki þurrk en vill heldur ekki standa í bleytu, svo vel framræstur, rakur, frjór jarðvegur er það sem hentar honum best.

15 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page