top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Acer palmatum 'Bloodgood'

Japanshlynur




'Bloodgood' er afbrigði af japanshlyn með dökk purpurarauðu laufi. Hann getur orðið 2-4 m á hæð erlendis, en verður líklega lægri hér. Laufið er rauðleitt þegar hann laufgast og verður svo mjög dökk purpurarautt yfir sumarmánuðina. Það er töluvert dekkra en á afbrigðinu 'Atropurpurea'. Hann þarf mjög gott skjól og þrífst best í vel framræstum, rökum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Laufið er viðkvæmt fyrir vindi á sumrin og hann þarf skjól fyrir köldum norðanvindi á veturna. Ég hef vafið mínum inn í akrýldúk frá janúar og fram á vor og það hefur dugað ágætlega. Hann hefur bara kalið rétt í bláendana.

6 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page