top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Berberis x bidentata 'Mystery Fire'

Logabroddur



'Mystery Fire' er stórkostlega fallegt afbrigði af logabroddi sem er því miður í viðkvæmari kantinum fyrir íslenska veðráttu. Laufið er sígrænt, dökkgrænt á lit og glansandi og minnir mikið á lauf kristþyrnis (Ilex). Blómin eru nokkuð stór, appelsínugul og mörg saman í klasa. Aldinin eru blá ber. Hann þarf sólríkan vaxtarstað og mjög skjólgóðan. Líklega væri öruggast að gefa honum vetrarskýli, a.m.k. fyrstu árin. Hann lifði hjá mér tvö ár, en drapst eftir harðan vetur. Það var mikil eftirsjá af honum og ég væri alveg til í að reyna hann aftur.

52 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page