Berberis thunbergii 'Green Carpet'
Sólbroddur


'Green Carpet' er lágvaxið afbrigði af sólbroddi með útbreiddan vöxt og bogasveigðar greinar. Laufið er grænt og fær eldrauða haustliti. Það fær sterkari haustliti ef hann vex á sólríkum stað. Hann hefur einu sinni blómstrað hjá mér og blómin eru kremhvít. Hann þarf skjólgóðan vaxtarstað, annars kelur hann mikið.
18 Views