top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Taxus x media 'Hillii'

Garðaýr



'Hillii' er karlkyns yrki af garðaýr með uppréttan vöxt. Hann getur orðið um 2 m á hæð og meter á breidd. Þar sem þetta yrki er karlkyns þroskar það ekki aldin. Það hefur reynst mjög vel hjá mér, og vaxið hægt, en örugglega. Eina áfallið sem það hefur orðið fyrir á þeim rúma áratug sem ég hef átt það er þurrkur. Ég gróðursetti það í regnskugga undir stóru reynitré í núverandi garði og passaði ekki upp á það fyrst eftir að ég gróðursetti það að passa upp á að vökva. Það tapaði slatta af barri en var fljótt að jafna sig eftir að ég vökvaði það. Þetta yrki á að vera mjög svipað yrkinu 'Hicksii' sem er kvenkyns. Væru bæði yrkin ræktuð saman væri möguleiki á að fá aldin, að því gefnu að þau myndu bæði blómgast. Heimildum ber þó ekki saman um það hvort 'Hicksii' sé alltaf kvenkyns.

30 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page