top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Pinus contorta

Stafafura




Stafafura er furutegund sem er mikið notuð í skógrækt, en hentar síður sem garðtré vegna stærðar. Hún getur orðið allt að 10 - 25 m á hæð. Hún er harðgerð og á það til að sá sér út þar sem skilyrði eru góð. Hún vex best á sólríkum stað í vel framræstum, djúpum jarðvegi. Það er mikilvægt atriði þegar trjám er valinn staður að jarðvegsdýptin sé næg til að tréð nái góðri fótfestu. Í mínum gamla garði óx stór stafafura sem fauk um koll í óveðri nokkrum árum eftir að við fluttum í húsið. Lóðin var öll á hrauni sem jarðvegi hafði verið jafnað yfir og á flestum stöðum var varla skófludýpt niður á hraunið. Það var því takmörkuð rótfesta fyrir tréð og krónan orðin stór og þung og því fór sem fór. Sem betur fer lagðist það á grasflötina, ekki húsið.

7 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page