top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Amelanchier alnifolia

Hlíðaramall




Hlíðaramall er smávaxið, margstofna tré sem hefur fegurðargildi í garðinum allt árið um kring. Það blómstrar hvítum blómum snemmsumars og þroskar æt, dökkblá ber síðsumars. Það fær mjög fallega rauða og gula haustliti og eftir að laufið hefur fallið er prýði af gráum berkinum og fallegu vaxtarlagi. Það verður um 2-4 m á hæð. Hann þrífst vel í sól eða hálfskugga, en því meiri sól sem hann fær, því betri verður blómgun og berjaþroski. Hann þrífst best í frjóum, veiksúrum jarðvegi, en þolir þurrk og basískan jarðveg. Nokkuð harðgerður og kelur lítið.

Hann verður illa étinn af fiðrildalirfum hjá mér, ef ekkert er að gert. Þar sem ég vil ekki nota eitur, hefur mér reynst vel að nota neemolíublöndu til að halda aftur af lirfunum.

16 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page