top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Abies concolor

Hvítþinur



Hvítþinur er sígrænt barrtré af þallarætt (Pinaceae) með löngu, mjúku barri sem er ljósgrænt í fyrstu en fær svo blágrænan blæ. Þetta er stórvaxið tré sem getur náð 40 m hæð í heimkynnum sínum í vestanverðri N-Ameríku, en verður kannski ekki alveg svo hátt hér á landi. Kannski nær 10 - 20 m. Hægt er að stýra vextinum með klippingu síðvetrar.


Mín reynsla af þessari tegund er ekki löng, ég keypti plöntu 2017 sem hefur dafnað ágætlega, en missti toppsprotann síðastliðinn vetur. Hann á eftir að mynda nýjan, en mér skilst að það muni gerast.


Kjöraðstæður er frekar skjólsæll staður í sól eða hálfskugga, en hann er þó nokkuð skuggþolinn. Best kann hann við sig í veiksúrum, vel framræstum jarðvegi sem er frjór og sendinn eða malarblandaður.


Myndin er tekin af fallegum hvítþin í Nátthaga í Ölvusi núna í september síðastliðnum.


Hafið þið reynslu af þessari tegund sem þið viljið deila hér?

10 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page