Spiraea betulifolia ssp. aemiliana
Dvergheiðakvistur

Dvergheiðakvistur er dvergvaxið afbrigði af birkikvisti sem blómsrar hvítum blómum sem opnast frá bleikum knúppum. Hann fær gullgula haustliti. Hann þrífst ljómandi vel hjá mér þar sem hann vex í brekku sem vísar í NV. Hann fær einhverja sól part úr degi og þó hann sé ekki á berangri þá getur norðanáttin alveg blásið hressilega á hann. Hann hefur ekki kalið mikið þrátt fyrir það. Er ekki mikið meira en 30 cm á hæð og breiðir meira úr sér á þverveginn en upp á við. Virkilega flottur.
16 Views

