top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Chamaecyparis lawsoniana 'Stardust'

Fagursýprus



Fagursýprus 'Stardust' er fallegt afbrigði með gulgrænu barri, sem er ljósgult á nývexti og grænkar svo þegar líður á sumarið. Ef hann nær að vaxa áfallalaust er vaxtarlagið keilulaga og hann getur náð 3 m hæð erlendis, en það er sennilega vandfundið það skjól hér á landi sem gæti skilað slíkum vexti. Hann vex best í hálfskugga og það er óæskilegt að hann fái á sig morgunsól því hann getur sólbrunnið illa í frostnæðingum á vorin þegar sólin er komin hátt á loft. Hann þarf frjóan, rakan, en þó vel framræstan jarðveg, helst aðeins í súrari kanntinum. Blómkönglarnir eru smáir og óeftirtektarverðir, en kvenkönglarnir verða brúnir þegar þeir þroskast og geta alveg talist til skrauts. Ég þekki ekki hvort þetta afbrigði hefur blómgast eitthvað að ráði hér á landi, man ekki eftir að hafa séð köngla á minni plöntu. Ég hef átt þessa tegund í rúman áratug. Hann óx ágætlega framan af, sólbrann illa eitt vorið, en náði að klæða það af sér og var mjög fallegur í nokkur ár. Eftir að ég flutti varð hann fyrir endurteknum áföllum og er ekki svipur hjá sjón í dag, en ég hef þó ekki hent honum ennþá, svo hann hefur möguleika á að ná sér á strik aftur ef ég finn honum nægilega skjólgóðan stað.


Hafið þið reynslu af þessari tegund sem þið viljið deila hér?

12 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page