top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Chamaecyparis nootkatensis

Alaskasýprus



Alskasýprus er sígrænt barrtré sem á heimkynni í strandskógum í norðvestanveðri Ameríku alveg norður til Alaska. Þar getur hann náð 30 m hæð, en hér á landi verður hann mun lægri, kannski 2 - 6 m í mesta lagi. Hans kjörlendi eru skógarrjóður, þar sem er skjól fyrir vindum og sterku sólskini og er ágætt að taka mið af því þegar honum er valinn staður í garðinum. Eins og annar sígrænn gróður getur hann sólbrunnið í frostþurrki á vorin, sérstaklega í morgunsól, svo best er að velja honum stað þar sem hann er í skugga fyrri part dags. Hann þrífst best í frjóum, aðeins súrum, rökum jarðvegi, sem er þó vel framræstur, þ.e. þar sem vatn rennur vel frá. Ég á plöntu sem ég fékk fyrir nokkrum árum sem hefur hingað til dafnað vel og var ein af fáum sígrænum plöntum sem sá ekki á eftir síðasta vetur. Hann er ekki í fullkomnu skjóli, en það virðist duga honum enn um sinn. Spurning hvað verður þegar hann stækkar, þá gæti norðanáttin náð í toppinn á honum.


Hvernig hefur alaskasýprus þrifist hjá ykkur?

3 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page