top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Abies lasiocarpa var. arizonica

Korkfjallaþinur




Korkfjallaþinur er sígrænt barrtré með mjúku, bláleitu barri. Hann getur náð 5 - 15 m hæð hér á landi, en hægt er að stýra vextinum með klippingu. Þetta er afbrigði af fjallaþini sem á heimkynni í Arizona og sunnanverðum Klettafjöllum. Hann hefur þykkari, korkkenndan börk og bláleitara barr en tegundin, en er að öðru leiti svipaður og þarf sömu vaxtarskilyrði. Hann er nokkuð skuggþolinn og getur vaxið hvort heldur sem er í sól eða skugga. Hann þarf þokkalegt skjól til að þrífast vel og vex best í vel framræstum, frjóum, frekar súrum jarðvegi.


Ég hef átt plöntu af korkfjallaþin síðan 2017 og hann vex vel og hefur ekki orðið fyrir kali.

Myndin var tekin í dag.


Hafið þið reynslu af þessari tegund sem þið viljið deila?

6 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page