Acer platanoides Prairie Splendor fræplöntur (op.)
Broddhlynur
Hlynsætt
Aceraceae
Hæð
á eftir að koma í ljós
Blómlitur
gulgrænn
Blómgun
fyrir laufgun á vorin
Blómgerð
Aldin
vængjaðar hnotur
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þarf mjög gott skjól
Heimkynni
fræplöntur af garðayrki
Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.
Fjölgun:
Sáning, sáð að hausti
Broddhlynur getur náð yfir 30 m hæð í heimkynnum sínum, en er mun lágvaxnari hér á landi. Honum hættir til kals þar sem skjól er ekki nægilega gott, sem heldur hæðinni í skefjum. Laufið er grænt og gljáandi og fær skær gula og appelsínugula haustliti. Hann kann best við sig í sól en getur vaxið í hálfskugga. Hann þolir flestar jarðvegsgerðir, svo framarlega sem jarðvegurinn er ekki of blautur.
'Prairie Splendor' er kanadískt yrki með purpurarautt lauf sem er mjög frostþolið. Þetta eru fræplöntur af þessu yrki sem komu upp af op (open pollinated) fræi sem rósaklúbbur GÍ fékk frá Rick Durand í Kanada.