Acer platanoides 'Royal Red'
Broddhlynur
Hlynsætt
Aceraceae
Hæð
um 6-8 m
Blómlitur
gulur
Blómgun
fyrir laufgun á vorin
Blómgerð
Aldin
vængjaðar hnotur
Lauflitur
purpurarauður
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frekar rakur
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þarf mjög gott skjól
Heimkynni
garðayrki
Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.
Fjölgun:
Ágræðsla
'Royal Red' er yrki af broddhlyn með dökk purpurarautt-rauðbrúnt lauf. Samkvæmt upplýsingum á vef Lystigarðs Akureyrar er þetta harðgerðasta rauðblaðayrki af broddhlyn sem hefur verið reynt hér á landi. Laufið er rautt við laufgun og fær svo dökk purpurarauðan eða rauðbrúnan lit. Haustlitirnir eru bronslitaðir. Þarf skjólgóðan stað í sól eða hálfskugga í vel framræstum, frekar rökum jarðvegi.