top of page

Alnus incana 'Laciniata'

Gráölur

Bjarkarætt

Betulaceae

Hæð

allt að 10 m á hæð erlendis, mun lægra hér

Blómlitur

gulgrænn

Blómgun

í maí, eftir laufgun

Blómgerð

reklar

Aldin

kvenreklar verða trékenndir þegar fræ þroskast og líkjast könglum.

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur, má vera rýr

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

frekar viðkvæmur

Heimkynni

garðayrki

Alnus, elri, er ættkísl um 30 tegunda í bjarkarætt, Betulaceae með útbreiðslu víða um norðurhvel jarðar. Elri líkjast björkum, en hafa yfirleitt stórgerðara lauf og kvenreklarnir eru trékenndir og sitja á greinunum eins og könglar. Elri hefur verið nýtt sem landgræðsluplanta á Íslandi þar sem það bindur köfnunarefni í jarðveginn með hjálp rótargerla. Elri vaxa helst í rökum jarðvegi, meðfram ám og vötnum.

Fjölgun:


Græðlingar - vetrar eða sumargræðlingar

Fallegt yrki af gráöl með flipóttu laufi. Þarf mjög skjólsælan vaxtarstað. Kelur töluvert.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page