top of page
Mýrastigi

Berberis thunbergii 'Golden Torch'

Sólbroddur

Mítursætt

Berberidaceae

Hæð

allt að 1 m

Blómlitur

kremhvítur

Blómgun

júní

Blómgerð

-

Aldin

rauð, ef þau þroskast

Lauflitur

gulgrænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þokkalega harðgerður

Heimkynni

garðaafbrigði

Ættkvíslin Berberis, broddar, er stór ættkvísl hátt í 200 tegunda í mítursætt, Berberidaceae, með útbreiðslu um tempruð og heittempruð belti jarðar. Mestur tegundafjöldi er í S-Ameríku, Afríku og Asíu. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir, þyrnóttir runnar sem bera lítil gul eða appelsínugul blóm.

Fjölgun:


Sumargræðlingar

'Golden Torch' er afbrigði af sólbroddi með uppréttan, súlulaga vöxt og gulgrænt lauf. Hann fær rauða og gula haustliti. Virðist ágætlega harðgerður, en þarf líklega þokkalega skjólgóðan vaxtarstað. Þrífst best í sól eða hálfskugga í frjóum, vel framræstum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page