top of page

Berberis x ottawensis 'Silver Miles'

Purpurabroddur

Mítursætt

Berberidaceae

Hæð

1 - 2 m

Blómlitur

gulur

Blómgun

júní

Blómgerð

-

Aldin

rauð, ef þau þroskast

Lauflitur

dökk purpurarauður, lauf á nýjum greinum vínrautt með hvítum flikrum

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þrífst vel í þokkalega góðu skjóli

Heimkynni

garðaafbrigði

Ættkvíslin Berberis, broddar, er stór ættkvísl hátt í 200 tegunda í mítursætt, Berberidaceae, með útbreiðslu um tempruð og heittempruð belti jarðar. Mestur tegundafjöldi er í S-Ameríku, Afríku og Asíu. Þetta eru lauffellandi eða sígrænir, þyrnóttir runnar sem bera lítil gul eða appelsínugul blóm.

Fjölgun:


Sumargræðlingar

'Silver Miles' er afbrigði af purpurabroddi með dökk purpurarauðu laufi. Lauf á nýjum greinum er  hvítflikrótt á vínrauðum grunni. Hann blómstrar gulum blómum í júní. Þrífst vel við rétt skilyrði, frekar sólríkum vaxtarstað og góðu skjóli.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page