top of page
Mýrastigi

Deutzia x hybrida 'Mont Rose'

Rósastjörnutoppur

Hindarblómaætt

Hydrageaceae

Hæð

1 - 1,5 m

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júlí - ágúst

Blómgerð

-

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

vel framræstur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

nokkuð harðgerður, þarf þokkalega gott skjól

Heimkynni

garðaafbrigði

Stjörnutoppar, Deutzia, er ættkvísl um 50 tegunda í hindarblómaætt, Hydrageaceae. Helsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er í Kína, einhverjar tegundir vaxa líka villtar í Mið-Ameríku, Evrópu og víðar í Mið- og Austur-Asíu. Runnar með hvítum eða bleikum blómum í skúfum.

Fjölgun:


Sumargræðlingar


'Mont Rose' er afbrigði af stjörnutoppi með bleikum blómum. Hann þarf sólríkan vaxtarstað í þokkalegu skjóli fyrir norðanáttinni. Blómstrar vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt vefsíðu Lystigarðs Akureyrar á hann aðeins erfiðara uppdráttar þar, kelur meira og blómgun ekki örugg á hverju ári.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page