Hebe topiaria
Þófasnepla
Græðisúruætt
Plantaginaceae
Hæð
um 30 - 40 cm
Blómlitur
hvítur
Blómgun
júlí
Blómgerð
-
Aldin
-
Lauflitur
grágrænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þrífst ágætlega í þokkalegu skjóli
Heimkynni
Nýja-Sjáland
Ættkvíslin Hebe, sneplur, er ættkvísl um 90 tegunda í græðisúruætt, Plantaginaceae. Helsta útbreiðslusvæði ættkvíslarinnar er Nýja-Sjáland en einnig eru tegundir með heimkynni í S-Ameríku. Ættkvíslin er náksyld deplum, Veronica, og vilja sumir grasafræðingar flokka Hebe með þeim.
Fjölgun:
Sumargræðlingar
Sáning - best sáð að hausti
Fræ rétt hulið og haft úti fram að spírun.
Sígrænn runni með grágrænu laufi. Hann blómstrar hvítum blómum í júlí - ágúst og á það til að sá sér svolítið. Verður um 30-40 cm hár með náttúrulega kúlulaga vöxt, svo ekki er þörf á annarri klippingu en að snyrta í burtu skemmdar greinar. Þrífst vel í þokkalega góðu skjóli á frekar sólríkum stað.