Malus fusca
Alaskaepli
Rósaætt
Rosaceae
Hæð
6-10 m erlendis, lægri hér
Blómlitur
hvítur
Blómgun
júní
Blómgerð
-
Aldin
gulrauð, ef þau þroskast
Lauflitur
grænn
Birtuskilyrði
sól
Jarðvegur
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
þarf skjólgóðan vaxtarstað
Heimkynni
Vestanverð N-Ameríka frá Kaliforníu og norður til Alaska.
Epli, Malus, er ættkvísl um 30-50 tegunda í rósaætt, Rosaceae, með útbreiðslu víða um tempraða beltið á norðurhveli. Matarepli, Malus pumila, tilheyra ættkvíslinni, aðrar tegundir eru ræktaðar til skrauts. Eplategundir eru ekki sjálffrjóvgandi, sem þýðir að til að aldin þroskist þarf a.m.k. tvær plöntur.
Fjölgun:
Sáning:
Best er að sá í október-nóvember því fræið þarf um 3 mánaða kælingu áður en það spírar við stofuhita. Það getur flýtt fyrir spírun að leggja fræið í bleyti í sólarhring áður en því er sáð.
Alaskaepli er runni eða lítið tré sem blómstrar hvítum blómum í júní. Það fær gula og rauða haustliti. Aldinin eru smá epli á stærð við sólber, sem eru rauð á lit, ef þau ná að þroskast. Þarf skjólgóðan vaxtarstað.