top of page

Picea sitchensis

Sitkagreni

Þallarætt

Pinaceae

Hæð

allt að 40 m

Blómlitur

kk gulur, kvk rauður

Blómgun

maí - júní

Blómgerð

reklar

Aldin

könglar

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

frekar frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgert

Heimkynni

N-Ameríka

Ættkvíslin Picea, greni, er ættkvísl um 35 tegunda í þallarætt, Pinaceae. Þetta eru stórvaxin tré með heimkynni dreifð um barrskógabeltið á norðurhveli jarðar.

Fjölgun:


Sáning, sáð í janúar-febrúar

Fræ lagt í bleyti í sólarhring og svo sáð í sáðbox og fræ rétt hulið fínum vikri eða sáðmold. Þarf ekki kaldörvun, en spírun verður betri ef fræið er kælt í 30 daga og svo haft við stofuhita fram að spírun. 

Sitkagreni er stórvaxin, harðgerð grenitegund sem getur náð 40 m hæð. Það er mjög vind- og seltuþolið, en allt of stórvaxið fyrir heimilisgarða.  Barrið er dökkgrænt, en nývöxtur skærgrænn. Vex best í sól eða hálfskugga í frekar frjóum, hæfilega rökum jarðvegi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page