top of page

Prunus kurilensis 'Ruby'

Rósakirsi

Kúrileyjakirsi

Rósaætt

Rosaceae

Hæð

2 - 3 m

Blómlitur

bleikur

Blómgun

apríl - maí

Blómgerð

-

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

nokkuð harðgert í þokkalegu skjóli

Heimkynni

garðaafbrigði

Ættkvíslin Prunus, heggir, tilheyrir rósaætt, Rosaceae og telur um 430 tegundir með útbreiðslu víða á norðurhveli. Ættkvíslinni tilheyra mörg vinsæl ávaxtatré, s.s. kirsuber, plómur, ferskjur, apríkósur og möndlur.  Þetta eru smávaxin tré sem blómstra oftast fyrir laufgun, hvítum eða bleikum blómum.

Fjölgun:


Græðlingar




Rósakirsi er harðgerðasta skrautkirsi sem völ er á og þrífst ágætlega, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Það blómstrar ljósbleikum blómum í apríl-maí, fyrir laufgun. Það fær mjög fallega bronslita og rauða haustliti. Það vex best í sól eða hálfskugga í þokkalega góðu skjóli.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page