top of page
Mýrastigi

Sorbus x hostii

Úlfareynir

Rósaætt

Rosaceae

Hæð

um 3-5 m

Blómlitur

bleikur

Blómgun

júní

Blómgerð

-

Aldin

rauð ber

Lauflitur

dökkgrænt á efra borði, silfrað á neðra

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

harðgerður

Heimkynni

Alpafjöll

Ættkvíslin Sorbus, reyniviðir, er stór ættkvísl um 100-200 tegunda í rósaætt, Rosaceae með heimkynni á norðurhveli. Ein tegund, reyniviður, er innlend. Sumir grasafræðingar vilja skipta ættkvíslinni upp í fjórar ættkvíslir eftir lögun laufblaða og aldingerð. Eru þá tegundir með fjaðrað  lauf áfram í Sorbus en tegundir með heil lauf í ættkvíslinni Aria. Verður þeirri skiptingu ekki fylgt hér.

Fjölgun:


Græðlingar

Sumargræðlingar


Sáning - best sáð að hausti

Fræin spíra best ef þau eru hreinsuð úr berjunum og aldinkjötið þvegið vel af þeim. Fræin rétt hulin með vikri og höfð úti á skýldum stað fram á vor. Fræ spírar við lágt hitastig.

Úlfareynir er smávaxið tré eða stórvaxinn runni sem blómstrar bleikum blómum og þroskar rauð ber. Laufið er dökk grænt og silfrað á neðra borði. Harðgerður og seltuþolinn.


Talinn vera náttúrulegur blendingur alpareynis (Sorbus mougeotii) og blikreynis (Sorbus chamaemespilus). 

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page