Spiraea japonica 'Golden Princess'
Japanskvistur
Rósaætt
Rosaceae
Hæð
um 30 cm
Blómlitur
bleikur
Blómgun
ágúst
Blómgerð
-
Aldin
-
Lauflitur
rauðgulur - gulgrænn
Birtuskilyrði
sól - hálfskuggi
Jarðvegur
vel framræstur, frjór
pH
súrt - hlutlaust - basískt
Harðgerði
hættir við kali
Heimkynni
garðaafbrigði
Kvistir, Spiraea, er ættkvíslu um 80-100 tegunda runna í rósaætt, Rosaceae, með heimkynni um nyrðra tempraðabeltið. Mestur tegundafjöldi vex í Asíu austanverðri. Kvistar blómstra hvítum eða bleikum blómum í skúf eða breiðum klasa.
Fjölgun:
Sumargræðlingar
'Golden Princess' er dvergvaxið afbrigði af japanskvisti sem verður varla meira en 30 cm á hæð. Það blómstrar bleikum blómum og fær rauða haustliti. Laufið er rauðleitt við laufgun, verður svo rauðgult áður en það verður gulgrænt yfir hásumarið. Þrífst ágætlega, en hættir við kali. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem runninn blómstrar á nýjar greinar.