top of page
Mýrastigi

Thujopsis dolabrata

Vaxlífviður

Grátviðarætt

Cupressaceae

Hæð

um 1 m, getur orðið yfir 12 m erlendis

Blómlitur

Blómgun

Blómgerð

Aldin

könglar

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þrífst vel

Heimkynni

Kórea

Ættkvíslin Thujopsis, vaxlífviður, er náskyld lífviðum en er öll grófgerðari. Aðeins ein tegund tilheyrir ættkvíslinni og er hún upprunnin í Japan.

Fjölgun:


Síðsumargræðlingar, vetrargræðlingar


Sáning, sáð í október-nóvember

Fræ lagt í bleyti í 24 klst. og síðan blandað í rakan vikur í rennilásapoka og haft í kæli í 60 daga. Síðan sáð í sáningarbox, rétt hulið með fínum vikri og haft við stofuhita á björtum stað fram að spírun. Þarf birtu til að spíra.

Vaxlífviður er eina tegundin í ættkvíslinni Thujopsis og er upprunninn í Japan. Hann líkist mjög lífviðum en er allur grófgerðari. Hann þrífst ágætlega í góðu skjóli, í sól eða skugga. Hann þarf vel framræstan, rakan, frjóan jarðveg.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page