top of page
Mýrastigi

Tsuga heterophylla

Marþöll

Þallarætt

Pinaceae

Hæð

allt að 15 m

Blómlitur

gulur/grænn

Blómgun

apríl

Blómgerð

Aldin

könglar

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frjór, lífefnaríkur, rakur

pH

súrt - hlutlaust

Harðgerði

þrífst vel í góðu skjóli

Heimkynni

vesturströnd N-Ameríku, frá Alaska suður til Kaliforníu

Ættkvíslin Tsuga, þallir, tilheyrir þallarætt, Pinaceae og telur um 10 tegundir með heimkynni í N-Ameríku og Asíu. Þallir hafa stutt, mjúkt barr og slútandi toppsprota. Þær eru nokkuð skuggþolnar.

Fjölgun:


Síðsumarsgræðlingar, vetrargræðlingar


Sáning, í janúar-febrúar

Fræ lagt í bleyti í 24 klst. og síðan blandað í rakan vikur í rennilásapoka í geymt í ísskáp í 3-4 vikur. Kaldörvun er ekki nauðsynleg, en eykur spírunarhlutfall. Haft við stofuhita fram að spírun.

Marþöll er hávaxið tré sem vex í skóglendi meðfram vesturströnd N-Ameríku. Hún er nokkuð skuggþolin, sérstaklega ungplöntur, sem vaxa best í skógarrjóðrum þar sem nægt skjól er. Hún kann illa við vindnæðing. Jarðvegurinn þarf að vera rakur, frekar súr, lífefnaríkur og vel framræstur. Virðist þrífast ágætlega hér þar sem skjól er fyrir hendi. Barrið er mjúkt og toppsprotarnir slúta, sem gefa henni mjög þokkafullt yfirbragð.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page