top of page

Viburnum opulus 'Pohjan Neito'

Úlfarunni

Geitblaðsætt

Caprifoliaceae

Hæð

1,5 - 2 m

Blómlitur

hvítur

Blómgun

júlí

Blómgerð

-

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, sendinn, frjór, rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þarf frekar skjólgóðan stað

Heimkynni

garðaafbrigði

Ættkvíslin Viburnum, úlfarunnar, telur um 150-175 tegundir með útbreiðslu um tempraðabeltið á norðurhveli. Hún var áður flokkuð í geitblaðsætt, Caprifoliaceae en hefur nú verið flutt í ættina Adoxaceae. Blómin eru lítil í klasa, hvít eða bleik. Hjá sumum tegundum er krans af stærri ófrjóum blómum í útjaðri blómaklasans sem þjóna þeim tilgangi að draga að skordýr.

Fjölgun:


Sumargræðlingar, sveiggræðsla.



'Pohjan Neito' er afbrigði af úlfarunna með kúlulaga skúf af stórum, ófrjóum, hvítum blómum. Hann getur orðið ca. 1,5 - 2 m á hæð. Laufið er grænt og fær gula og rauðgula haustliti. Þarf frekar sólríkan, skjólgóðan stað til að ná að blómstra vel.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page