top of page

'Cristata'

sh. 'Châpeau de Napoléon'; 'Crested Moss'

Mosarósir

Uppruni

Sport af Centifolia Muscosa, uppgötvuð af Hilzer-Kirche í Sviss, 1827

Sport af rósinni Centifolia Muscosa 'Communis', Pink Moss.

Hæð

um 60 cm

Blómlitur

bleikur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

einblómstrandi, júlí - ágúst

Ilmur

sterkur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þarf gott skjól, mögulega RHF3

Mosamyndun er stökkbreyting sem lýsir sér sem mosalíkum vexti á bikarblöðum, blómstöngli og í sumum tilfellum jafnvel laufstilkum og greinum.  Þessi mosakenndi vöxtur er oftast grænleitur, getur verið harður eða mjúkur, oft svolítið klístraður og ilmar af kvoðu. Þær eru í mismunandi bleikum eða rauðum litum og ilma mikið.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone:  4b

Centifolia mosarós með fylltum, bleikum blómum. Sport af Centifolia Muscosa sem var sport af Rosa centifolia. Eins og aðrar antíkrósir, blómstrar hún á eldri greinar og klipping ætti því að takmarkast við að klippa burt kal. Blómin eru viðkvæm fyrir rigningu. Kelur ekki mikið í nægilega góðu skjóli.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page