top of page

Burknar

Public·1 member

Polystichum munitum

Sverðuxatunga



Sverðuxatunga er sígræn burknategund sem vex villt í vestanverðri N-Ameríku. Hann vex best í skugga eða hálfskugga, í frjóum, lífefnaríkum jarðvegi í góðu skjóli. Ég ræktaði mínar plöntur af gróum og plantaði einni út í beð í vor. Hún hefur vaxið vel og vonandi mun hún koma vel undan vetri.

14 Views

Polystichum aculeatum


Skrápuxatunga



Skrápuxatunga er mjög falleg burknategund með stinnu, gljáandi grænu laufi sem á að vera sígrænt. Ég keypti þessa plöntu í vor svo það á eftir að koma í ljós hvort og þá hvernig hún þrífst. Hún þarf gott skjól í skugga eða hálfskugga, í vel framræstum, lífefnaríkum, rökum jarðvegi.

14 Views

Dryopteris erythrosora


Roðadálkur



Roðadálkur er mjög fallegur burkni með gljáandi laufi sem er bronslitað í fyrstu, en verður svo grænt. Ég keypti hann í vor, svo það á eftir að koma í ljós hvort hann getur þrifist hérna. Þetta er tegund sem á heimkynni í Kína og Japan og er vinsæl garðplanta. Hann þarf sömu skilyrði og aðrir burknar, vel framræstan, lífefnaríkan, rakan jarðveg í skugga eða hálfskugga.

13 Views

Athyrium filix-femina 'Lady in Red'


Fjöllaufungur



'Lady in Red' er meðalhátt garðaafbrigði af fjöllaufunig með rauðleitum blaðstilkum. Það er heldur lægra en tegundin en er að öðru leiti svipað og vex við sömu skilyrði. Ég bind vonir við að það eigi eftir að þrífast jafn vel, það óx allavega vel í sumar.

6 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun burkna

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page