top of page

Skrautgrös

Public·1 member

Koeleria glauca


Blástrýgresi




Blástrýgresi er smávaxið, fíngert skrautgras með blágrænu laufi. Blómin eru í þéttum punti, kremhvít og stráin verða gulbrún þegar þau þroskast. Ég ræktaði það af fræi fyrir nokkrum árum og það virðist vera ágætlega harðgert. Það blómstraði í fyrsta sinn í sumar mér til mikillar gleði og hlakkaði ég til að njóta þeirra fram eftir vetri. Ég var að brasa í beðinu í haust og færa til plöntur og tókst að brjóta öll stráin, svo þar fór það þetta árið. En ég er allavega afskaplega lukkuleg með það. Á myndinni sjást tvær minni plöntur sem höfðu verið í pottum í tvö ár sem ég plantaði út í beð núna í haust, svo ég á von á myndarlegum brúski næsta sumar! Það vex best í sól í vel framræstum jarðvegi.

9 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun skrautgrasa

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page