top of page

Tré og Runnar

Public·1 member

Juniperus squamata 'Holger'

Himalajaeinir




'Holger' er breiðvaxið og oftast flatvaxið afbrigði af himalajaeini með grænu barri. Nývöxturinn er ljósgrænn, svo hann er fallega tvílitur, meira ljósgrænn á sumrin og dekkri á veturna með ljósa greinaenda. Hann verður yfirleitt um 30 - 50 cm, en getur orðið uppréttari í vexti og verður þá hærri, allt að 90 cm. Hann þrífst best við sömu skilyrði og aðrar einitegundir, sól eða hálfskugga og rýran, sendinn, vel framræstan jarðveg. Hann er ekki alveg eins harðgerður og sum önnur afbrigði af himalajaeini og þarf frekar skjólgóðan stað. Ég var með plöntu af þessari sort í gamla garðinum mínum, NA megin við húsið þar sem nokkrar aðrar sígrænar plöntur uxu ágætlega, en það var helst til næðingssamt fyrir hann og hann kól yfirleitt eitthvað.


Hver er ykkar reynsla af þessari sort?

15 Views

About

Myndir og upplýsingar um reynslu af ræktun trjá- og runnateg...

Garðaflóra slf.
kt: 550421-1430

vsk. nr.: 140886
Suðurgötu 70, 220 Hafnarfirði

S: 780-8875

gardaflora@gardaflora.is

Opnunartími:
 

Eingöngu vefverslun

Afhending sóttra pantana

eftir samkomulagi

Opnunartími garðplöntusölunnar birtist hér á síðunni og á Facebook síðu Garðaflóru

  • Facebook App Icon
  • Instagram
  • bluesky-seeklogo
bottom of page