Gul-Bleikar Rósir

'Campfire'
'Campfire' er klasarós með klösum af fylltum blómum sem skipta lit. Þau opnast gul með gulum jöðrum, en guli liturinn fölnar og bleiki liturinn breiðist út ef hitinn er nægur.
nokkuð harðgerð

'Chicago Peace'
'Chicago Peace' er terósablendingur með fylltum, ferskjugulum og bleikum blómum.
viðkvæm, gróðurhús eða gróðurskáli

'Dr. Eckener'
sh. 'Docteur Eckener'
'Dr. Eckener' er ígulrósarblendingur með hálffylltum, ferskjugulum - bleikum blómum.
frekar viðkvæm, þarf skjólgóðan, sólríkan vaxtarstað

'Mandarin'
'Mandarin' er miniflora rós ræktuð af W. Kordes í Þýskalandi. Hún blómstrar fylltum, apríkósugulum - bleikum blómum.
frekar viðkvæm, vetrarskýli

'Masquerade'
'Masquerade' er klasarós með klösum af hálffylltum blómum sem skipta lit úr gulu yfir í rauðbleikt.
frekar viðkvæm

'Peace'
sh. 'Gloria Dei' ; 'Madame Antoine Meilland'
'Peace' er terósablendingur með fylltum, gulum blómum með bleikum jöðrum.
frekar viðkvæm

'Sekel'
'Sekel' er nútíma runnarós með klösum af hálffylltum, gulum blómum sem roðna með aldrinum.
frekar viðkvæm

'Troika'
sh. 'Royal Dane' ; 'Adele Duttweiler'
'Troika' er terósablendingur með fylltum, ferskjugulum - bleikum blómum.
frekar viðkvæm

'Westerland'
'Westerland' er nútíma klifurrós með klösum af fylltum, appelsínugulum blómum sem fölna og verða bleik.
frekar viðkvæm

'Whisky Mac'
sh. 'Whisky'
'Whisky Mac' er terósablendingur með fylltum, ferskjugulum - bleikum blómum.
viðkvæm