top of page
Mýrastigi

'Absolutely Fabulous'

sh. 'Julia Child' ; 'Anisade' ; 'Soul Mate'

Klasarósir (Floribundas)

Uppruni

Tom Carruth, Bandaríkjunum, 2004

ónefnd fræplanta ('Summer Wine' x ónefnd fræplanta)  x 'Top Notch'

Hæð

60 - 90 cm

Blómlitur

dökkgulur - fölgulur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

síblómstrandi, júlí - september

Ilmur

sterkur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

frekar viðkvæm

Floribunda klasarósirnar urðu til með víxlfrjóvgun terósablendinga og polyantha klasarósa. Þær eru hærri, með stærri blóm sem líkjast terósablendingum, en blómin eru í klösum.  Klasarósirnar eru e.t.v. örlítið harðgerðari en terósablendingarnir, en eru þó frekar viðkvæmar hér og þurfa vetrarskýlingu og besta stað í garðinum.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 5b

Skandínavíski kvarði: H4


Klasarós með fylltum blómum sem eru dökkgul þegar þau springa út og verða svo fölgul með aldrinum. Getur lifað úti með dekri og vetrarskýlingu. Blómin eru ekki mjög regnþolin.  Nýtur sín líklega best í gróðurhúsi.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page