top of page
Mýrastigi

'Ydrerosen'

Nútíma runnarósir (Modern Shrub)

Uppruni

Roland Hermansson, Svíþjóð, 2011

Rosa helenae 'Hybrida' × 'Super Excelsa' (nútíma klifurrós)

Hæð

yfir 1 m

Blómlitur

bleikur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

lotublómstrandi, júlí - september

Ilmur

daufur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

þrífst ágætlega við rétt skilyrði

Rósir sem komið hafa fram á síðustu 100 árum og passa ekki í ofangreinda flokka eru yfirleitt flokkaðar sem nútíma runnarósir.  Þær líkjast oft stórvöxnum terósarblendingum eða klasarósum og flestar líkjast á engan hátt runnum við íslenskar aðstæður.  Þær myndu flestar flokkast sem beðrósir hér.  Sumar eru harðgerðari en fyrrgreindir flokkar nútímarósa og líklegri til að standast íslenskar aðstæður.


Nútíma klifurrósir eru í raun stórvaxnar nútíma runnarósir frekar en eiginlegar klifurrósir.   Þær hafa langar, veikburða greinar sem þurfa stuðning.  Flestar eru lotublómstrandi. Flestar þeirra verða ekki hávaxnar hér á landi og eru því flokkaðar með nútíma runnarósunum hér.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

Skandinavíski kvarði: H4

Nútíma klifurrós með klösum af smáum, fylltum, bleikum blómum. Hún þarf sólríkan vaxtarstað í góðu skjóli og vetrarskýlingu. 

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page