Rauðrófulauf 'Blood Red'
Beta vulgaris
Rauðrófur eru bæði ræktaðar fyrir rófurnar og líka fyrir lauf í salad.
'Blood Red' er yrki sem er ræktað fyrir laufið, en ræturnar þykja ekki góðar til átu. Þær má þó nýta í skepnufóður. Reynsla hér á landi óþekkt.
Sáð í maí og forræktað í pottum inni. Passlegt er að sá ca. 5 stk. í sáðbox sem er svo umpottað í 2 l pott, því rauðrófur þola illa prikklun. Þær eru svo gróðursetja svo í heilu lagi út í beð eða ræktaðar áfram í stærri potti. Mikilvægt er að halda moldinni rakri fram að spírun. Gott er að breiða akrýldúk yfir á meðan plönturnar eru að ná sér á strik.
50 fræ í pakka