top of page
Klifurbaunir 'Hestia'
  • Klifurbaunir 'Hestia'

    Phaseolus coccineus

     

    Klifurbaunir blómstra rauðum blómum og þroska æta belgi.

     

    'Hestia' er yrki með tvílitum blómum, hvítum og rauðum. Það verður ekki nema um 50 cm á hæð og hentar því vel til ræktunar í pottum t.d. á pöllum eða svölum. Það þroskar mikið magn af baunabelgjum sem hægt er að borða í heilu lagi og með því að týna belgina áður en baunirnar þroskast heldur blómgun áfram fram eftir öllu sumri.  Reynsla hér á landi óþekkt.

     

    Sáð beint út í júní eða sáð í maí og forræktað í pottum inni. Ef þær eru forræktaðar í pottum er passlegt að sá 5 stk. í 2 l pott og gróðursetja svo í heilu lagi út, því baunir þola illa prikklun. Einnig hægt að rækta áfram í stærri potti. Mikilvægt er að halda moldinni rakri fram að spírun. Gott er að breiða akrýldúk yfir á meðan plönturnar eru að ná sér á strik. 

     

    10 fræ í pakka

      kr215Price
      VAT Included
      Out of Stock

      Related Products

      bottom of page