Geranium x cantabrigiense 'Karmina'
Skrúðblágresi
'Karmina' er afbrigði af skrúðblágresi með purpurableikum blómum sem myndar lága breiðu af gljáandi grænu laufi. Fær rauða haustliti. Það verður um 15-20 cm á hæð.
Harðgerð planta sem er frábær þekjuplanta í kanta og fremst í blómabeð. Þrífst best í hálfskugga.
1 stk í 10-11 cm potti
Ræktunarleiðbeiningar
Skrúðblágresi er harðgerð þekjuplanta sem vex vel í hálfskugga. Það gerir engar sérstakar jarðvegskröfur.Hefur þekjandi vöxt og hentar vel sem þekjuplanta í kanta og runnabeð.
Blágresisættkvíslin - Geranium
Blágresi eru fjölærar plöntur sem tilheyra ættkvíslinni Geranium í blágresisætt (Geraniaceae). Þetta er stór og fjölskrúðug ættkvísl sem inniheldur bæði lágvaxnar steinhæðaplöntur sem þurfa sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi og hávaxnar plöntur sem geta þrifist í sól eða skugga.