top of page
Pink and maroon flowers of Lilium FantAsiatic Serious Hot Spot
  • Lilium FantAsiatic Serious Hot Spot

    Asíublendingur (Dwarf Asiatic)

     

    Asíublendingar eru yfirleitt fjölærir hér á landi, ef vaxtarskilyrðin eru rétt. Þeir blómstra 10-15 cm breiðum blómum sem vísa upp á við og fást í miklu litaúrvali.  Liljur í FantAsiatic seríunni eru sagðar blómstra ríkulega og verða ekki nema 30 cm á hæð.

     

    'Serious Hot Spot' blómstrar dökk bleikum blómum með vínrauðri miðju.

     

    3 stk í 2 l potti

    • Ræktunarleiðbeiningar

      Liljur eru fallegar garðplöntur sem tilheyra ættkvíslinni Lilium í liljuætt (Liliaceae). Margar eru fjölærar hér, eins og t.d. asíublendingarnir, og þær þurfa ekki forræktun inni. Þeim má planta beint út að vori. Vaxtarstaðurinn þarf að vera sólríkur og skjólgóður og jarðvegurinn þarf að vera frjór, vel framræstur og lífefnaríkur.

      Aðrir liljuflokkar, eins og t.d. austurlandaliljurnar, eru viðkvæmari og verða ekki langlífar utandyra hérlendis. Þær má rækta í pottum og geyma í gróðurhúsi eða kaldri geymslu yfir vetrarmánuðina.

      Hávaxnar sortir þurfa góðan stuðning.

    kr1,500 Regular Price
    kr1,200Sale Price
    VAT Included
    Out of Stock

    Related Products

    bottom of page