top of page

Forum Posts

Rannveig
12. okt. 2024
In Tré og Runnar
Úlfareynir er smávaxið tré sem blómstrar bleikum blómum og þroskar rauð ber. Fær gyllta haustliti. Harðgerður og seltuþolinn.
Sorbus x hostii - úlfareynir content media
0
0
23
Rannveig
11. okt. 2024
In Tré og Runnar
Sorbus ulleungensis er kenndur við Ulleungdo eyju í S-Kóreu, en það er eini staðurinn þar sem tegundin vex villt. 'Dodong' er yrki sem fékkst upp af fræi í Svíþjóð, sem var safnað á Ulleungdo eyju 1976. Dodong er heiti hafnarinnar á Ulleungdo eyju. Yrkið hefur síðar fengið yrkisheitið 'Olympic Flame' en er þekkt hér á landi undir yrkisheitinu 'Dodong' og jafnvel nefnt dodongreynir. Ulleungreynir hefur einnig verið nefndur pálmareynir sem vísar til pálmalagaðra laufblaða. Haustlitirnir verða sterkastir á sólríkum stað, í skugga verða þeir gylltir og appelsínugulir í meiri skugga eins og sést á myndinni.
Sorbus ulleungensis 'Dodong' - ulleungreynir content media
0
0
1
Rannveig
11. okt. 2024
In Tré og Runnar
Rósareynir er smávaxið tré eða stórgerður runni sem blómstrar ljósbleikum blómum, þroskar bleik ber og fær gyllta og rauða haustliti. Virðist ágætlega harðgerður en það er þolinmæðisverk að rækta hann af fræi, hann blómstrar ekki fyrr en rúmum 10 árum eftir sáningu. Þessi fallegu bleiku ber birtust í haust á plöntu sem ég sáði fyrir rúmum áratug. Ég missti af blómunum í sumar og tók ekki eftir berjunum fyrr en eftir að laufið var allt fallið. Hann fær mjög fallega haustliti:
Sorbus rosea - rósareynir content media
0
0
2
Rannveig
11. okt. 2024
In Tré og Runnar
Alpareynir er smávaxið tré sem getur orðið allt að 5-8 m á hæð. Hann blómstrar hvítum blómum í júní og þroskar rauð ber. Haustlitirnir eru gylltir. Harðgerður. Berin eru mikilvæg fæða fyrir þresti og starra og geta enst langt fram á vetur. Getur sáð sér svolítið.
Sorbus mougeotii - alpareynir content media
0
0
4
Rannveig
11. okt. 2024
In Tré og Runnar
Dvergreynir er smávaxinn runni sem verður varla hærri en 50 cm á hæð. Hann blómstrar hvítum blómum og þroskar bleik ber. Laufið er dökk grænt og gljáandi og fær rauða og gyllta haustliti. Þolir einhvern skugga, en blómstrar betur og fær sterkari haustliti á sólríkari stað.
Sorbus reducta - dvergreynir content media
0
0
2
Rannveig
10. okt. 2024
In Tré og Runnar
Koparreynir er stórgerður runni sem getur náð 5 metra hæð. Hann blómstrar hvítum blómum og þroskar hvít ber. Hann fær mjög fallega bronslita og koparrauða haustliti. Harðgerður, blómsæll runni.
Sorbus frutescens - koparreynir content media
0
0
8
Rannveig
10. okt. 2024
In Tré og Runnar
Fjallareynir er harðgert tré sem verður um 3-6 m á hæð hér á landi. Hann fær áberandi sterka rauða haustliti, sérstaklega ef hann vex á sólríkum stað. Í meiri skugga verða litirnir dempaðri rauðir og appelsínugulir. Blómstrar hvítum blómum og þroskar rauð ber.
Sorbus commixta - fjallareynir content media
0
0
3
Rannveig
09. okt. 2024
In Tré og Runnar
Ilmreynir er eina innlenda reynitegundin. Þetta er harðgert tré sem getur náð a.m.i. 12 m hæð hér á landi. Hann blómstrar hvítum blómum í júní og þroskar rauð ber sem eru mikilvæg fæða fyrir þresti og starra áður en veturinn gengur í garð. Hann fær fallega gula og appelsínugula haustliti.
Sorbus aucuparia - ilmreynir content media
0
0
1
Rannveig
09. okt. 2024
In Tré og Runnar
Rúbínreynir er smávaxið tré sem verður um 3-5 m á hæð. Blómstrar hvítum blómum og þroskar vínrauð ber sem lýsast og verða dökk bleik. Fær rauða og appelsínugula haustliti.
Sorbus bissetii - rúbínreynir content media
0
0
2
Rannveig
09. okt. 2024
In Tré og Runnar
Knappareynir er smávaxið tré sem blómstrar hvítum blómum og þroskar rauð ber. Gulir haustlitir. Getur orðið um 10 m á hæð hér á landi. Þokkalega harðgert, en kelur svolítið á skjóllitlum stöðum.
Sorbus americana - knappareynir content media
0
0
1
Rannveig
09. okt. 2024
In Tré og Runnar
'Lutescens' er yrki af seljureyni með silfruðu laufi. Nýtt lauf er sérstaklega áberandi silfrað. Nokkuð harðgert.
Sorbus aria 'Lutescens' - seljureynir content media
0
2
6
Rannveig
09. okt. 2024
In Fjölærar plöntur
Huldulykilsblendingur sem blómstrar purpurableikum blómum. Óþekkt yrki, mjög harðgert og blómviljugt. Blómstrar ríkulega í maí.
Primula elatior hybr, purpurableikur - huldulykill content media
0
0
1
Rannveig
09. okt. 2024
In Fjölærar plöntur
'Aureopunctata' er yrki af skuggasteinbrjóti með gulflikróttu laufi. Að öðru leiti eins og tegundin og álíka harðgert.
Saxifraga x urbium 'Aureopunctata' - skuggasteinbrjótur content media
0
0
2
Rannveig
13. mar. 2024
In Tré og Runnar
'Winter Beauty' er afbrigði af dreyrahyrni með litríkum greinum sem eru gulleitar neðst og roðna eftir því sem ofar dregur. Hann varð skammlífur hjá mér og drapst á 1-2 vetrum. Þarf líklega mjög sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað til að eiga möguleika á að lifa hér. Hefur einhver reynslu af þessu yrki?
Cornus sanguinea 'Winter Beauty' content media
0
0
38
Rannveig
13. mar. 2024
In Tré og Runnar
'Sibirica' er afbrigði af mjallarhyrni með hárauðum greinum sem mikil prýði er af yfir vetrarmánuðina. Hann kelur yfirleitt nokkuð og þarf því skjólgóðan vaxtarstað til að halda kali í lágmarki. Hann þarf líka sólríkan vaxtarstað til að ná að blómstra sínum hvítu blómum. Hann vex hægt og eftir því hversu mikið hann kelur getur verið breytilegt hvort hann hækki eða lækki á milli ára. Hann getur fengið fallega haustliti í mildum haustum sem geta verið frá gylltu yfir í rautt. Hefur einhver reynslu af þessu afbrigði af mjallarhyrni?
Cornus alba 'Sibirica' content media
0
0
27
Rannveig
12. mar. 2024
In Tré og Runnar
'Elegantissima' er afbrigði af mjallarhyrni með rauðbrúnum greinum og grágrænu laufi með hvítum jöðrum. Hann fær gyllta haustliti, en skiptir seint um lit, svo hann frýs oftast á meðan laufið er enn grænt. Blómin eru hvít, en hann blómstrar sjaldnast, svo hans aðalsmerki er fagurt laufið. Hann þrífst vel í þokkalega góðu skjóli. Hafið þið reynslu af þessum fallega runna?
Cornus alba 'Elegantissima' content media
0
0
8
Rannveig
12. mar. 2024
In Tré og Runnar
Körfurunni er sígrænn runni sem á heimkynni syðst á S-Ameríku og á Falklandseyjum. 'Siska' er danskur úrvalsklónn sem útbreiddur í ræktun í Evrópu. Körfurunni líkist nokkuð rósmarín í vaxtarlagi þegar hann stendur ekki blóma. Laufið er striklaga, dökkgrænt og silfrað á neðra borði. Blómin eru aftur á móti alls óskyld, enda tilheyrir körfurunni körfublómaætt. Blómgunin er mismikil á milli ára, en þegar vel árar verður runninn alþakinn hvítum blómum í júní og fram í júlí. Hann vex best í vel framræstum jarðvegi og til að blómgast vel þarf hann sólríkan vaxtarstað. Hver er ykkar reynsla af þessum sérstæða og fallega runna?
Chiliotrichum diffusum 'Siska' content media
0
0
10
Rannveig
12. mar. 2024
In Tré og Runnar
Logalauf er lauffellandi runni sem blómstrar hvítum blómum og þroskar svört ber ef veðurfar er nægilega hlýtt. Til þess að eiga möguleika á því þarf það að vaxa á mjög sólríkum, skjólgóðum stað. Í nægilegri sól fær það eldrauða haustliti, en í meiri skugga verða litirnir gulir og appelsínugulir. Kelur lítið. Hafa einhverjir reynslu af þessum runna?
Aronia melanocarpa 'Viking' content media
0
0
10
Rannveig
12. mar. 2024
In Tré og Runnar
'Crimson and Gold' er yrki af eldþyrnirunna sem blómstrar eldrauðum blómum í júní-júlí. Hann er viðkvæmur og kelur töluvert, svo blómgun er ekki örugg á hverju ári. Hann þarf því sólríkan vaxtarstað í mjög góðu skjóli. Vetrarskýli gæti minnkað kal þannig að blómgun sé betri. Hver er ykkar reynsla af þessari sort?
Chaenomeles x superba 'Crimson and Gold' content media
0
0
2
Rannveig
12. mar. 2024
In Tré og Runnar
Afbrigði af sunnubroddi með purpurarauðu laufi sem blómstrar gulum blómum í júní. Hann er þokkalega harðgerður, en þarf þó sæmilegt skjól til að vaxa vel og dafna. Þó hann þoli svolítinn skugga, verður hann fallegastur á sólríkum stað, því rauði liturinn dofnar í of miklum skugga. Hver er ykkar reynsla?
Berberis x ottawensis f. purpurea content media
0
0
1
Log In to Connect With Members
View and follow other members, leave comments & more.
bottom of page