top of page
Search

Riddarastjarna/amaryllis (Hippeastrum) - gróðursetning


Hippeastrum 'Amorita Esus' with white and red flowers growing in a planter outside
Hippeastrum 'Amorita Esus' stóð í blóma utandyra sumarið 2023 frá byrjun júní framyfir miðjan ágúst.


Riddarastjarna, eða amaryllis eins og hann er kannski betur þekktur, er ræktuð sem stofuplanta hér, en getur staðið úti á skjólgóðum stað yfir hásumarið og standa blómin þá mun lengur og blómstönglarnir verða ekki eins teygðir og þegar þeir eru ræktaðir inni. Margir tengja amaryllis við jólin, en þó það sé gaman að lífga upp á skammdegið með þessum stórkostlega fallegu blómum, þá er skammdegið ekki besti tíminn fyrir þá. Þeirra náttúrulegi blómgunartími er á vorin, en því miður ekki oft hægt að nálgast lauka á þeim tíma þar sem þeir eru sjaldan hluti af vorlaukaúrvali garðyrkjuverslana.





Garðaflóra gerði tilraun með innflutning á riddarastjörnulaukum vorið 2023 og ræktun þeirra utan dyra. Þeir eru mun kuldaþolnari en fólk heldur, þola jafnvel vægt frost. Hluti af laukunum voru hafðir úti undir dúk frá því þeir voru gróðursettir í potta í apríl til að seinka blómgun og tókst það vel. Sumir blómstruðu í júní, aðrir síðar um sumarið. Laukarnir voru svo teknir inn um haustið og geymdir inni yfir vetrarmánuðina til að gefa laufinu tækifæri til að safna forða í laukana. Fyrstu plönturnar þjófstörtuðu og blómstruðu í mars, en vonandi ná einhverjar að hitta á sumarmánuðina svo hægt verði að setja þá út aftur í sumar.


Orange flowers of Hippeastrum 'Nagano'
Hippeastrum 'Nagano' var forræktuð utandyra undir akrýldúk








77 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page