Það að setja niður blómlauka að hausti, felur í sér þá trú á framtíðina að hvernig sem veturinn verður, þá mun vora á ný. Hvort sem vorar seint eða snemma, hvort sem vorið verði kalt eða hlýtt, vorið kemur alltaf að lokum. Og með vorinu birtast vorblómin, flest þeirra vorblómstrandi blómlaukar. Það er góð tilfinning að hafa eitthvað að hlakka til. Og þar að auki - hvað er betra en að dunda við að pota niður laukum á fallegum haustdegi? Núvitund af besta tagi sem gefur líka fyrirheit um að framtíðin boði eitthvað gott.
top of page
bottom of page
コメント