Ein leið til að fá lit í garðinn á vorin er að gróðursetja blómlauka í grasflötina í garðinum. Þannig er hægt að skapa stóra blómabreiðu áður en grasflötin grænkar. Best er að gróðursetja lauka sem blómstra snemma eins og krókusa, snæstjörnur og stjörnuliljur, en einnig er hægt að gróðursetja smáblóma páskaliljur, villitúlipana og perluliljur.
top of page
bottom of page
Comments