top of page
Mýrastigi

Acer pseudoplatanus

Garðahlynur

Hlynsætt

Aceraceae

Hæð

um 8-10 m

Blómlitur

gulgrænn

Blómgun

í júní, eftir laufgun

Blómgerð

Aldin

vængjaðar hnotur

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól - hálfskuggi

Jarðvegur

vel framræstur, frekar rakur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

nokkuð harðgerður

Heimkynni

A-Evrópa, V-Asía

Ættkvíslin Acer, hlynir, er stór ættkvísl tæplega 130 tegunda  sem tilheyrðu áður hlynsætt, Aceraceae en eru nú flokkaðir í sápuberjaætt, Sapindaceae, Ættkvíslin er útbreiddust í Asíu en finnst einnig víðar á norðurhveli jarðar. Eitt einkenni ættkvíslarinnar eru vængjuð fræ sem standa tvö og tvö saman  og flestar tegundir hafa handflipótt eða handsepótt lauf. Ættkvíslin er þekkt fyrir mikla haustlitadýrð.

Fjölgun:


Sáning, best að sá fersku fræi að hausti

Fræ lagt í bleyti í 24 klst., sáð í sáðbox og síðan haft úti fram á vor. Tekið inn í stofuhita fyrir spírun. Líka hægt að blanda fræi í rakan vikur í rennilásapoka og geyma í kæli í 2-4 mánuði áður en því er sáð.


Garðahlynur er eina hlyntegundin sem hefur náð góðum þroska hér á landi. Þetta er stórvaxið tré með breiða krónu, sem er full stórt í venjulega heimilisgarða. Gömul tré hafa náð hátt í 10 m hæð og náð að þroska fræ. Sjálfsáðar plöntur ná sér þó sjaldan á strik, þær þurfa vel skýld vaxtarskilyrði fyrstu árin. Þó eru dæmi um sjálfsánar plöntur sem hafa komist á legg þar sem skilyrði eru góð. Vex í sól eða hálfskugga í vel framræstum, frekar rökum jarðvegi. Nokkuð harðgerður.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page